Um okkur

Heimaland fasteignasala er fasteignasala stofnuð á vormánuðum 2020 og eigendi hennar er Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali. Á fasteignasölunni starfar einnig Guðný Guðmundsdóttir löggildur fasteigna- og skipasali.

Snorri hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2005 með hléum. Snorri hefur mikla reynslu af fasteignum og umsýslu með þær en hann er húsasmiður að mennt einnig og hefur starfað við húsasmíði, framkvæmdir ýmiskonar og fasteignasölu nær allan sinn starfsferil.

Guðný Guðmundsdóttir hefur starfað við fasteignasölu í fjölda ára og starfaði til langs tíma á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að Guðný flutti á Selfoss fór hún að starfa meira á Árborgarsvæðinu og aðstoðað fjölmarga við sölu íbúðarhúsa og sumarbústaða á suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Guðný hefur nú gengið til liðs við Heimaland fasteignir.

Heimaland fasteignasala er stofnuð með það að markmiði að veita góða og persónulega þjónustu, byggða á áratuga reynslu af bæði byggingu og sölu fasteigna. Við leggjum áherslu á að sinna bæði íbúðar- og sumarhúsnæði sem og kaupendum og seljendum lóða og landareigna. Fyrirtækið fylgir siðareglum félags fasteignasala og Snorri er félagsmaður í félagi fasteignasala og varamaður í stjórn félagsins. Heimaland fasteignasala mun kappkosta að tryggja að hagsmunum kaupanda og seljanda sé vel gætt með fagmennsku, heiðarleika og vandvirkni að leiðarljósi.

Snorri – 8977027 [email protected]
Guðný – 8216610 [email protected] 

Nánar um fyrirtækið

Rekstrafélag Heimaland fasteignasölu heitir Fasteignasalan Heimaland ehf. Brúarstræti 2, 2. hæð (Ingólfur), 800 Selfossi. Kt. 590520-0120. Félagið var stofnað 19.05.2020 og er skráð hjá Fyrirtækjaskrá RSK. Tryggingafélag félagsins er Sjóvá.

Starfsmenn

Snorri Sigurðarson
Löggildur fasteigna- og skipasali
SJÁ NÁNAR
Guðný Guðmundsdóttir
Löggildur fasteigna- og skipasali
SJÁ NÁNAR