Fasteignasalan Heimaland ehf. kynnir í einkasölu sérlega bjart sex herbergja endahús í Hólahvefinu á Selfossi, í þriggj húsa lengju. Íbúðarými skiptist í fimm svefnherbergi, tvö salerni, gang, opið alrými með stofu, eldhúsi og borðstofu, þvottaherbergi og forstofu. Innangengur bílskúr.
Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Guðmundsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8216610, tölvupóstur [email protected].
Eldhús er stórt með hvítum fulningahurðum dökkum borðbekkjum og opið inn í stofur.
Stofan er rúmgóð með útgang á sólpall.
Borðstofusvæðið liggur á milli eldhúss og stofu.
Forstofan er með góðum fataskáp. Þaðan gengið inn í gott
forstofu herbergi og inn á
gestasalerni.
Gangur leiðir svo inn í
fjögur svefnherbergi, rúmgott
þvottaherbergi og stórt
baðherbergi sem er með stórum sturtuklefa, hornbaðkari, upphengdu salerni og vaski í góðri innréttingu. Ljósar sléttar
innihurðar, ljóst parket og náttúruflísa á gólfum, málað gólf í forstofu en flísar á baðherbergjum og þvottaherbergi.
Hús er timburhús með ljógrárri steni klæðningu, hvítmáluðum gluggum, miklu þakskeggi og útihurðum.
Lóð er með grasflötum til hliðar við það og bakatil. Stórt malarplan fyrir framn húsi. Hvítmálaðir sólpallar fyrir framan og aftan húsið. Þvottasnúrur í bakgarði.
Heitur pottur bakatil á sólpalli. Hellulagður sólpallurinn framantil.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun.