Naustavör 9, 200 Kópavogur
119.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
135 m2
119.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2019
Brunabótamat
78.460.000
Fasteignamat
77.000.000

Eignin er seld og er í fjármögnun.  Guðný Guðmunds., Lögg. fasteignasali s. 821-6610 og fasteignasalan Heimaland ehf. býður ykkur velkomin á þriðjudaginn 1. nóv., á opið hús. Um er að ræða fallega 136 fm endaíbúð í fjögura hæða  glæsilegu frekar litlu lyftuhúsi með einum stigagangi í nýju rómuðu hverfi við sjóinn í Kópavogi. Útsýnisgluggar út yfir sjóinn að Nauthólsvíkinni og Esjunni. Áætluð göngubrú mun tengjast yfir í Nauthólsvíkina að miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og og samliggjandi borðstofu, þrjú svefnherbergi þar sem er eitt þeirra forstofuherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi innan íbúðar ásamt rúmgóðri sérgeymslu í sameign á neðstu hæð. Sérstæði í bílageymslu með sér hleðslustöð, í stæðinu fyrir rafmagnsbíl. Sérlega falleg íbúð fyrir vandláta. Er þetta eignin þín? Hringdu þá á  mig í síma 821-6610 og við finnum hentugan tíma til að skoða. 
  

Forstofa  er rúmgóð með stórum fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús er bjart með sérsmíðaðri innréttingu, stórri eyju og opið við stofu og útsýnisglugga. Innbyggður ísskápur með klakavél og uppþvottavél.  
Stofa er sérlega björt með gluggum á tvo vegu, hornglugga og útgang á sérlega stórar yfirbyggðar svalir. 
Gangur er með aðgengi að tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og þvottaherbergi. 
Svefnherbergi eru þrjú og eitt þeirra er rúmgott forstofuherbergi. Tvö herbergi eru innaf herbergisgangi. 
Fataherbergi er inn af aðalsvefnherberginu. 
Baðherbergi er rúmgott. Stór sturtuklefi, hvítt salerni og handlaug. Ljósar stórar flísar á veggjum. Góð innrétting með lýsingu.
Þvottaherbergi er innan íbúðar með góðri innréttingu og skolvaski, flísar á gólfi.
Hurðir, gólfefni  og innréttingar.   Hurðir eru hvítmálaðar. Gólfefni eru þrifvænar, vandaðar ljósar parketflísar á öllum rýmum nema ljósar flísar á baðherbergi og þvottaherbergi. Vandaðir hvítir skápar eru í herbergjum,  þvottaherbergi og baðherbergi. Stór svartur skápur í rúgóðri forstofunni. Innrétting í eldhúsi er með svörtum efriskápum upp í loft og hvítum neðriskápum.  
Nánari upplýsingar veitir Guðný Guðmundsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8216610, tölvupóstur [email protected]

Sameign. Stór forstofa með póstkössum og dyrasíma.  Lokað inn í lyfturými og stigagang.  Rúmgóð hjóla- og vagnageymsla með inngang einnig utanfrá.
Einkastæði í lokaðri bílageymslu með sér rafmagnshleðslu fyrir rafmagnsbíl.
Hús  er steypt með lóðréttum máluðum flötum, dökkum álrömmum á svölum með styrktargleri. Þessar svalir eru yfirbyggðar. 
Lóð  er með góðum bílastæðum fyrir framan og hellulögðum gönguflötum. 

 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.