Gisting

Gistiheimilið Heimaland er nýtt hús

6 tveggja manna herb. í aðalhúsi sem er á tveimur hæðum. Góð eldhúsaðstaða er á neðri hæð fyrir þá sem vilja elda sjálfir. 

Við hliðina á aðalhúsinu er notalegur bústaður með eldunar-aðstöðu snyrtingu og heitum potti sem er ætlaður fyrir gesti okkar.

Einnig bjóðum við uppá glæsilegt morgunverðarhlaðborð. 

Á kvöldin mannar Þorsteinn sjálfur útigrillið þar sem silungur, Fjalla-bleikja frá Höfn í Hornafirði eða ljúffengt lambakjöt er á boðstólnum. 

Á matseðli Heimalands er einnig hinn vinsæli Landsveitargrautur.