Um okkur

Við undirspil Heklu liggur Heimaland

Fallegur gististaður þar sem ferðamenn geta notið kyrrðarinnar um leið og þeir njóta þess besta sem suðurland hefur upp á að bjóða.

Heimaland býður gistingu í björtum, notalegum herbergjum þar sem ferðalangar geta notið hvíldar eftir viðburðaríkan dag.

Heimaland lítil og persónuleg bændagisting með sex tveggja manna herbergjum í aðalhúsi

Einnig eru sér 15m2 sumarhús sem getur hýst 2-3 fullorðna og er tilvalið fyrir litla fjölskyldu. Við hliðina á sumarhúsinu er heitur pottur fyrir gestina okkar. Þægileg og persónuleg þjónusta er leiðarljós okkar þar sem leitast er við að láta gestum líða sem allra best.


View Larger Map

Heimaland er við þjóðveg 26 í Holta og Landsveit, aðeins í 100 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Frá Heimalandi er aðeins 15 mín. akstur til Hellu. 

Beygt af þjóðvegi eitt inná þjóðveg 26 við Olís-búðina Vegamótum. (Galtarlækjarafleggjara) Heim að Heimalandi eru 17 km. frá Vegamótum. frá þjóðvegi 26 er aðeins l. km. heim á hlað Heimalands.